10. fundur
Íslandsdeildar Norðurlandaráðs á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 6. september 2018 kl. 15:00


Mætt:


Nefndarritari: Helgi Þorsteinsson

Á fundinn komu eftirfarandi áheyrnarfulltrúar:
Bogi Ágústsson og Ásdís Eva Hannesdóttir frá Norrænu félaginu
Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Íslands í norræna stjórnsýsluhindranaráðinu
Þórunn Stefánsdóttir frá Norræna húsinu

Bókað:

1) Septemberfundir Norðurlandaráðs í Nuuk á Grænlandi 12.-14. september 2018 Kl. 15:10
Þingmenn bentu á að tímasetning fundanna miðaðist við þarfir þjóðþinga annarra landa. Hún væri óheppileg með tilliti til flugferða frá Íslandi til Grænlands og vegna setningar Alþingis 13. september. Ritara var falið að koma á framfæri athugasemdum við skrifstofu Norðurlandaráðs og óskum um að framvegis verði tekið aukið tillit til dagskrár Alþingis og til ferðatíma íslenskra þingmanna.

2) Tillaga landsdeilda Finnland og Íslands um íslensku og finnsku sem vinnutungumál hjá Norðurlandaráði Kl. 15:30
Þingmenn ítrekuðu þá afstöðu sína að áfram ætti að vinna á grundvelli málamiðlunartillögu C frá Norðurlandaráði sem felur í sér að sænska, norska, danska, íslenska og finnska verði opinber tungumál í Norðurlandaráði, að fundargögn verði í auknum mæli þýdd og að túlkun aukin en að vinnutungumálin á skrifstofu Norðurlandaráðs verði eftir sem áður sænska, danska og norska.

3) Formennskuáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2019 Kl. 15:40
Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra og starfsmenn Norðurlandaskrifstofu utanríkisráðuneytisins kynntu formennskuáætlunina. Ákveðið var að fá nýja kynningu þegar bæklingur um áætlunina er tilbúinn.

4) Ársfundur Þingmannaráðstefnu Eystrasaltssvæðisins 26.-28. ágúst 2018 á Álandseyjum Kl. 15:55
Á vettvangi BSPC hefur verið rætt hvort Íslendingar vilji taka að sér formennsku árið 2021. Ritara var falið að taka saman minnisblað um fundahald, ferðalög og kostnað í tengslum við formennsku.

5) Janúarfundir Norðurlandaráðs á Íslandi 21.-22. janúar 2018 Kl. 16:10
Íslandsdeild Norðurlandaráðs færði upplýsingarnar til bókar.

6) Hringborð Norðurslóða í Hörpunni 19.-21. október 2018 Kl. 16:25
Íslandsdeild Norðurlandaráðs færði upplýsingarnar til bókar

7) Önnur mál Kl. 16:30
Siv Friðleifsdóttir, fulltrúi Íslendinga í stjórnsýsluhindranaráði Norrænu ráðherranefndarinnar,sagði frá starfi ráðsins. Ólafur Ísleifsson sagði frá heimsókn eftirlitsnefndar Norðurlandaráðs til Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar i Stokkhólmi.

Fundi slitið kl. 16:30